Já ég keypti mér þá bók fyrir nokkru. Hún fjallar um löggurnar sam og Twitch. Þeir sem lesa spawn vita hver þeir eru. ‘Eg hafði alltaf haft gaman að þeim sögupersónum og fílaði það að það væri verið að gefa bók út um þá. Síðan komst ég að því að Brian Micheal Bendis væri að skrifa söguna og þá fór sæluhrollur um mig. ’Eg held mikið upp á Bendis en hef þó ekki lesið mikið eftir hann. En las þessa bók og…
Varð fyrir miklum vonbrigðum. Já sagan var slöpp. Mér fannst hún einkennast af miklum spuna. Alltof miklum spuna. það voru sett element í söguna sem voru svo endansleppt að það hálfa væri nóg. Vondu kallarnir vour roslaega öflugir fyrst og drápu allt en síðan þegar aðalsöguhetjurnar komu þá voru þeir eins og litlar mýs sem biðu eftir því að láta stíga á sig. Teikningarnar voru frábærar en ég var ekki sáttur við söguna.
Sivar
P.s Það var samt frábært atriði þegar Spawn kom inní söguna sem smáhlutverk. Það var einn skemmtilegasti hluti bókarinnar. (hann sást á einni blaðsíðu).