Ég (Eyjó) og vinur minn (Raggi) höfum verið að gera myndasögur um Bush í nokkra mánuði. Sögurnar eru svona pólitísk afspyrna og áróður gegn Bush sem hafa fengið mis góða gagnrýni og fjalla um Bush þar sem að hann er api. Þetta byrjaði allt þegar við áttum að gera einhvað ekki reykja plakat í skólanum og ég teiknaði apa með sígarettu og svo stóð undir “ekki vera api ekki reykja”. Seinna þá fékk Raggi hugmynd um að gera myndasögu um þennan apa og þá mundi ég eftir mynd sem ég sá á netinu (sjá neðst á forsíðu á www.bush-comics.tk) og byrjaði að teikna myndasöguna heimski apinn Bush á blað í reikningsbókinni minni. Síðan komu fleiri og fleiri og fljótt vorum við með um 40 sögur í reikningsbókunum okkar skrifaðar með skrift sem einginn skyldi (já við skrifum mjög illa). Við stofnuðum útgáfu sem að heitir Apaútgáfan til heiðurs Bush. Stuttu eftir að við vorum komnir með 40 sögur fórum með sögurnar á bókasafnið í skólanum okkar þar sem að við fengum að ljósrita þær og láta þær í hillurnar. Eftir það fengum við kvartanir um hvað við skrifuðum illa og þá var nóg komið, ég byrjaði á því að gera þessar sögur í tölvu og á u.þ.b. 1 klst var fyrsta sagan í tölvu komin. Ég byrjaði að nota fullkomin forrit eins og fireworks og photoshop en endaði í gamla, góða paint sem að við notum ennþá. Eftir að ég var búinn að láta allar bestu sögurnar í tölvu fór ég að gera þriggja ramma sögur sem að þurfa ekkert endilega að vera um Bush en hann er bara góð persóna í svona sögur.
Seinna kom önnur persóna hann Bibbi froskur er óheppinn froskur og eru núna komnar 5 (þriggja ramma) sögur um hann og þeim fer fjölgandi. Fyrsti Bibbinn kom þegar að Bush misheppnaðist enda er uppbyggingin sú sama í þeim.
Við erum með allar sögurnar á www.bush-comics.tk sem er núna bara kasmírsíða en við erum að vinna að annari.
ATH www.bush-comics.tk