Squee's wonderful big giant book of..... …..unspeakable horrors heitir bókin sem ég var að festa kaup á um daginn.

Ég hef alltaf verið mikill Johnny the homicidal maniac fan, en ákvað um daginn að
skella mér uppí Nexus, sem ég hafði ekki gert í laaaangan tíma eftir minn
misheppnaða warhammer feril.

Bókin er snilld! Allt öðruvísi andi en í Johnny blöðunum, og kaldhæðnara en
andskotinn.

Squee er lítill strákur sem býr við hliðina á ofangreindum morðingja, og heitir í
raun Todd, en hefur alltaf verið kallaður Squee síðan Jhonny klifraði inn um
gluggan hjá honum og spurði hann hvað hann héti. Squee greyið var svo
hræddur að hann rétt pípti upp úr sér “squee~~”.

Hann býr hjá foreldrum sínum sem hata hann útaf lífinu (pabbi hans horfir á
fæðingu hans afturábak á kvöldin) og eini sanni vinur hans er bangsinn hans,
Shmee.

Í skólanum eru allir mindless rollur nema hann og nýi strákurinn í bekknum,
Pepito. Krakkarnir stríða Squee út í eitt en Pepito skynjar að hann er öðruvísi en
hinir og vill endilega kynnast honum. Verst að hann er sonur djöfulsins.

Bókin er full af skemmtilegum sögum ásamt samansafni af Wobbly headed bob
smásögum og öðrum skemmtilegheitum.

Squee er orðinn að uppahaldinu mínu svo ekki se minnst á invader ZiM
þáttaröðina.

Gaman að því