Morguninn 8. febrúar ríkti mikil ánægja á heimili hjónanna Pierre og Sophie Verne vegna fæðingu sonar þeirra, Jules, án þess að
hafa hugmynd um hvað framtíðin bæri í skauti sínu honum til handa.
Pierre, faðir hans sem var lögfræðingur, sá Jules fyrir sér sem útskrifaðan lögfræðing að taka við fyrirtæki fjölskyldunnar.
Jules var flest æskuárin á fæðingarstað sínum; eyjunni Feydeau í ánni Loire, nálægt Nantes í Frakklandi.
Þar hlustaði Jules á margar sögur sjómanna á hinum mörgu skipum,
sem lágu í höfn þar rétt hjá, og þá fékk hann mikinn áhuga á sjónum
og ævintýrum fjarlægra landa.
Pierre Verne(faðir hans) var mjögur strangur á heimilinu og vakti mjög yfir uppeldi Jules.
Jules reyndi einu sinni að strjúka á skip þegar hann var 11 ára, en
faðir hans komst á snoðir um áform sonar síns og fékk skipstjórann
til að skila honum heim.
Þessi flóttatilraun gerði Pierre ennþá strangari gagnvart Jules og vakti yfir hverju fótmáli hans.
Hann lofaði síðan móður sinni að þaðan í frá myndi hann eingöngu ferðast í huganum.
Þegar Jules fór aftur í skóla, fór hann að festa hugaróra sína á pappírinn og fór að skrifa, sér til skemmtunar, meðan hann undirbjó sig undir lagaskólann.
Þegar hann hafði lokið námi í Nantes, var Jules sendur til Parísar
til þess að nema lög,
föður hans var mjög í mun að Jules tæki fyrir sig sama lífsstarf
og hann sjálfur, þó Jules langaði meira að verða rithöfundur.
Sem námsmaður í París varð Jules að búa í stúdentahverfi með lítil fjárráð en megnið af peningum hans fór í bókakaup.
Árið 1857 kvæntist Jules ungri ekkju og fluttist með hana og tvö börn hennar í íbúð sína.
Til þess að geta séð fyrir fjölskyldu sinni tók hann stöðu við verðbréfasölu í París en notaði frítíma sinn til að skrifa leikrit
og ævintýri.
Sex árum seinna skrifaði hann fyrstu skáldsögu sína „Fimm vikur í loftbelg”.
Hann átti erfitt með að finna útgefanda að bókinni, en að lokum ákvað útgefandi að nafni Hetzel að taka áhættuna og gefa hana út.
Hún varð strax mjög vinsæl og eftir það gaf Hetzel út allar bækur hans.
Árið 1869 skrifaði Jules „Ævintýri í undirdjúpum”, sem hann áleit alltaf sína bestu bók. Hún var gefin út árið 1870 og gerði Jules Verne frægan.
Í kjölfarið fylgdu margar aðrar sögur, meðal annars „Michael Strogoff”, „Undraeyjan” og „Kringum jörðina á 80 dögum”.
Jules Verne dó 24. mars 1905.