Það á að gefa út gamlar myndasögur á ný Ég hef tekið eftir því að mjög fáar myndasögur eru gefnar út hér á landi, í augnablikinu.
Ég man ekki eftir mörgum einmitt núna en ég tel þær hér upp: Andrés Önd, Power Mark(sem að mér finnst alveg óborganlega leiðinlegur),Töfrastelpurnar(ég held að það heiti þetta) og svo að lokum Syrpur(aðstoðið mig ef að þið vitið um einhverjar fleiri).
Þetta verður að breytast(bæ ðe vei, Andrés er samt ennþá í fínu lagi).
Syrpurnar finnst mér að ætli bara að slá met í leiðindum því að þær eru miklu leiðinlegri heldur en fyrir nokkrum árum, Power Mark
er leiðinlegur og algjört kjaftæði og Töfrastelpur finnst mér leiðinlegar.
Tinnabækurnar voru t.d. síðast allar gefnar út árið 1979(að mig minnir).
Þetta finnst mér persónulega mjög sorglegt af mörgum ástæðum, þar á meðal, út af því að ég hef aldrei getað lesið allar Tinnabækurnar og langar alveg unaðslega mikið til þess.
Svo eru það Batman, Superman, Punisher og Hulk og margir fleiri,
þetta lið bara einfaldlega vantar hingað á klakann.
Ég hef leitað ansi mikið og á mörgum stöðum að þessu fyrrnefnda en voða sjaldan komist í eitthvað.
Svo að ég segi: Ég mótmæli þessum skorti á myndasögum, hérna á Íslandi.
Ég tek bara skýrt fram hér í endanum á greininni, ég er ekki að reyna að móðga neinn(nema útgáfufélögin á Íslandi).
Yaina