Dc comics er fyrirtækið sem er aðalsamkeppnisaðili Marvel, en þeir gefa út sögur eins og Batman, Superman, Green Arrow, Batgirl og fleiri.
Fyrirtækið var stofnað árið 1935. Nokkrum árum síðar hófst serían Detective comics sem var fyrsta “þemaserían”. Árið 1938 komst Dc comics aftur með nýjung í teiknimyndasögum, Action comics, þar sem Superman kom fram. Nokkru síðar kom fram á sjónarsviðið önnur þekkt teiknimyndapersóna, nefnilega Batman, og kom hann fyrst fram í Detective comics. Vinsældir hetjunnar urðu til þess að margar aðrar persónur urðu til á 5. áratugnum, og margir þeirra njóta en vinsælda í dag en þar á meðal eru, The Flash, Wonder Women, Green lantern og margir fleiri. Vinsæld myndasagna jókst á 5.-7. áratugnum. Persónur eins og Superman og Batman komu í kvikmyndum ,útvarpi og sjónvarpi. Þeir komu líka fyrir í myndum og auglýsingum á hnetusmjöri, náttfötum og fleiri fleiri leikföngum.
Árið 1986 sömdu höfundarnir Alan Moore og Dave Gibbons Watchmen og varð hún metsölusaga.
Dc comics er best þekkt í heiminum sem bækisstöð ofurhetjanna og á fyrirtækið sér aðdáendur á öllum aldri um allan heim.
Allir þekkja Batman og Superman en áhugavert er að kíkja á aðrar skemmtilegar persónur sem Dc comics gefur út sögur um. Það er sko nóg af þeim.
Heimildir af dccomics.com