Hver kannast ekki við að skoða myndasöguhornið í blaðinu og hlæja. Kannski ekki allir. Þetta var einu sinni það eina sem ég las. Þar var ferdinand í uppáhaldi. Han talar ekki heldur lætur myndirnar tala en aðrar misgóðar sögur birtast líka þarna, grettir, ljóska, Hundalíf og fleiri. Ferdinand hefur verið fastur liður í áraraðir. Sögurnar eru eftir Reir. Mik og standa ávallt fyrir sínu. Hann lendir í ýmsu ásamt konu sinni og syni sínum í þesssum stuttu sögum. Smáfólk kemur ekki sérlega vel út í svona litlum köflum að mýnum mati. Dýraglens er heldurekkert sérstakt. Ljóska er yfirleitt fyndin. Hundalíf svona mitt á milli. þetta er fastur liður sem er ekkert síðri en Víkverji og aðrir dálkar í blaðinu. Þarf samt að fara að breyta til, fá inn nýjar sögur. Já, ég veit að þetta skiptir marga engu máli en ég hef vanist við að lesa þetta og ég ætla ekkert að vera að hætta því.
kv.
rubbe