Ég er mikill Andrésblaða aðdáandi og er eins og svo margir aðrir áskrifandi að þeim.
Ég les blöðin strax og ég kem heim úr skólanum á þriðjudögum.
Ég hef verið áskrifandi frá árinu 1999 og hef safnað
þessum blöðum og gríp líka einhver gömul ef að mér er boðið
að eiga einhver.
Mér finnst allar sögurnar skemmtilegar en það er eitt sem mætti breytast.
Það er Mikki Mús.
Hann er óttalega mikill ævintýrafíkill og hefur lent í allskonar
ævintýrum, góðum og slæmum.
Sögurnar um Mikka eru í 95% tilfella skemmtilegar og
spennandi en hin 5% eru stundum með þennan galla: Segjum að Mikka hafi verið rænt af veiðiþjófum og að hann sitji bundinn
við stól, með kefli í munninum.
Veiðiþjófarnir eru um það bil að drepa hann, en þá koma apar sem lesandinn hefur aldrei séð fyrr og kasta kókoshnetum í
veiðiþjófana og þeir rotast og aparnir leysa Mikka og hann bindur óþokkana og svo kemur löggan og veiðiþjófarnir fara í
fangelsi.
Það sem ég er að reyna að segja er það að hvað sem gerist
við Mikka(í þessum 5% af sögum), hann sleppur alltaf og það
frekar auðveldlega. Mér finnst að það mætti aðeins ýta þessu lengra
og setja meiri spennu í endann á svona sögum.
En ég vil enn og aftur benda á að ég var aðeins að tala um
þessi 5%, Hin 95% mega bara halda sig við stílinn.
Yaina