Í kjölfar allra fregna af Tinnamyndinni væntanlegu ákvað ég að senda inn smá upplýsingar um Hergé, hinn stórmerkilega höfund Tinnabókanna.
Hergé er fæddur árið 1907. Hann er faðir Tinna, einnar frægustu teiknimyndahetju Belga. Hann hét réttu nafni George Remi. Hann er álitinn einn áhrifamesti teiknimyndasöguhöfundur í Evrópu og margir ungir listamenn hafa reynt að feta í fótspor hans. Á ungaaldri fór Hergé í skátana. Það var reynsla sem hafði mikil áhrif á hann. Raunar var Tinna oft líkt við skátadreng. Hergé hóf feril sinn með persónunni Totor í skátablaðinu Le Boy-Scout Belge. Snemma tók Abbé nokkur Wallez hann upp á sína arma en hann vann hjá blaðinu Le Vingtième Siècle. Hann bað Hergé að vinna hjá blaðinu sem höfðaði til ungs fólks, Le Petit Vingtiéme. Þann 10. janúar 1929 birtist í þessu blaði fyrsti hlutinn í sögunni Tinni í Sovétríkjunum. Brátt varð þessi evrópska ævintýrasería vinsæl og hópur fólks bauð velkominn lifandi Tinna-leikara þegar hann „sneri aftur til Brussel“ eftir ævintýri hans í austrinu.
Þó svo að Hergé hafi skapað fleiri persónur eins og Palla og Togga og Alla, Siggu og Sambó þá var Tinni alltaf vinsælastur. Í seinni heimsstyrjöldinni hætti Le Vingtième Siècle að koma út. Hergé hélt áfram með Tintin in Le Soir, tímarit í þýskri umsjá. Það er ekki vitað fyrir víst hvort Hergé var „á rangri hillu“ á meðan á stríðinu stóð, en hitt er víst að hann var óvinsæll í Belgíu. Annað sem að virðist benda til rangrar pólitískrar afstöðu hans eru fyrstu Tinna-bækurnar, en þær innihalda þó nokkuð af kynþáttafordómum. Snemma eftir stríð stofnuðu Hergé og Raymond LeBlanc Tintin magazine, sem náði miklum vinsældum.
Árið 1950 stofnaði Hergé sitt eigið stúdíó, því þó hann væri vinnusjúklingur gat hann ekki lengur séð um allt sjálfur, sérstaklega vinnuna í kringum endurteiknun og litun Tinna-sagnanna. Það var of stór byrði. Mikilvægir starfsmenn hjá stúdíói Hergé voru Bob De Moor, Jacques Martin, Roger Leloup og Edgar P. Jacobs. Þeir lærðu kúnstina á stúdíóinu og seinna stofnuðu þeir allir eigin myndasöguseríur.
Hergé fór að þjást af þunglyndi og þar af leiðandi leið lengri tími milli Tinnabóka. Á meðan bækurnar Tinni í Tíbet (1959) og Vandræði Vaílu Veinólínu (1962) eru álitin ein bestu verk hans, er síðasta fullkláraða bókin, Tinni og Pikkarónarnir álitin hans versti afrakstur. Ein af ástæðunum fyrir vonbrigðum aðdáenda var að Tinni er í gallabuxum í staðinn fyrir þær venjulegu.
Fráfall Hergés árið 1983 varð að fyrirsögnum blaða um allan heim. Verk hans, Tinni og leturlistin var gefið út að honum látnum, óklárað og í skyssuformi. Þeim sem hafa áhuga á að grafa dýpra í líf þessa vinsælasta listamanns 20.aldar, er bent á bókina Heimur Hergés eftir Benoit Peeters, frábæra bók um líf og starf Hergés
Fengið af hinni einu sönnu Íslensku Tinnasíðu með góðfúslegu leyfi vefmeistara(kíkið endilega á hana þar sem hún er alveg brilliant).