Það er einn hlutur í Andrés-blöðunum sem að mér finnst
dálítið skrítinn.
Sá hlutur er að Ripp, Rapp og Rupp kalla Andrés
frænda sinn því að eins og allir vita er hann frændi þeirra
(veit ekki alveg hvernig hann er skyldur þeim), en Ripp, Rapp og Rupp kalla Andrésínu frænku sína!!!
Hún er, eins og allir vita, kærasta Andrésar.
Þetta þýðir þá að Andrés fari út með frænku sinni.

Svo er það þetta með Hábein,
hann á líka að vera frændi Andrésar.
Andrésína er oft að fara út með Hábeini en er samt
kærasta Andrésar og er bara að svíkja hann út og suður, stundum til að hefna sín, stundum er hún að spá í að frata
á Andrés og byrja með Hábeini.
En fyrst að Andrés og Andrésína eru skyld og að
Andrés og Hábeinn séu skyldir þá hlýtur Sína líka
að vera skyld Hábeini.

Svo er það dæmið með Jóakim Aðalönd.
Hann er líka, eins og allir vita, frændi Andrésar
og Hábeins.
Hábeinn er alveg rosa heppinn (eins og alkunna er)
og þarf því að fá vinnu eða lán hjá Jóakim.
Andrés er hins vegar óheppin, fáfróð, láglaunuð og
hötuð millistéttarönd og þarf því oft á vinnu og lánum
að halda.
Jóakim sem er frændi hans neitar að veita honum
lán og að ráða hann í vinnu og oft hefur
Andrés verið mjög nálægt því að tapa aleigunni.
Hann leitar þá oftast til Jóakims en Jóakim gefur
honum ekkert og rekur hann út á götuna og skilur
hann eftir til að betla sér pening fyrir mat.

Svona myndu endur og manneskjur ekki gera við ættingja sína.

Bara svona að benda á þetta, Yainar.