Ég var að lesa í fyrsta skipti gamla myndasögu sem heitir Death of Superman. Sagan er þannig byggð upp að einhver náungi sem er kallaður Doomsday kemur uppúr jörðinni og slæst við alla í JLA og svo við superman og endar sagan eins og nafnið gefur til kynna. Það sem ég var ósáttur við var hvað endirinn var snubbóttur. Maður var allan tímann að spá í, hvaðan kom þessi Doomsday sem gekk frá Superman, hver bjó hann til, er hann vélmenni eða úr annarri vídd eða hvað? En svo endar sagan bara og maður veit ekkert, þessi gaur kom bara og stútaði superman og dó sjálfur. Frekar slappt. Svo fór ég líka að hugsa, gaurinn hefur enga krafta nema bara að vera sterkari en allt. Hann gat ekki flogið og ekki skotið neinu. Þá hefði Súperman bara átt að fljúga með hann út í geim því þar er ekkert þyngdarafl og gaurinn hefði bara flotið um geiminn og ekkert geta gert en Súperman hefði getað flogið til baka. En það var bara hugleiðing, er einhver sem er fróðari um þennan Doomsday character en ég og vill segja mér meira um hann? Ég er aðallega að koma með þessa grein hingað til að leggja mitt af mörkum til að halda þessu áhugamáli á lífi.