Invader Zim á fimmtudaginn.
Datt í hug að aðdáendur Jhonens hefðu gaman af þessu
________________________________________________ __________________
Nú skal sko flippað! Myndbandafélagið MH stendur fyrir sýningu á TEIKNIMYNDAÞÁTTUNUM INVADER ZIM í Norðurkjullaranum.
Um er að ræða teiknimyndir frá einum af sérkennilegustu teiknimyndasöguhöfundum síðari ára, Jhonen Vasquez. Meðal helstu verka mannsins má telja Johnny: The Homicidal Maniac, Squee, og það sem greinarhöfundur telur hans besta verk á blaði, I Feel Sick.
Aðdáendum hans til mikillar gleði tók Jhonen sig til og rumpaði út þessum stórfenglegu þáttum fyrir Nickolodeon stöðina síðastliðið sumar, og þakkaði Nick pent fyrir sig með því að hætta framleiðslu þeirra og sýna í staðinn krappruslið “BUTT UGLY MARTIANS”. Vegna pressu frá aðdáendum þáttanna hefur framleiðsla þó hafist að nýju og hafa tveir þættir þegar verið sýndir úr seríu tvö og verður sá fyrri sýndur Fimmtudagskveldið. Sá er jólaþáttur og ber nafnið The Most Horrible Christmas Ever.
Meðal talsetjara þáttanna má telja
Richard S. Horvitz sem talsetti Stonehenge í sjónvarpsmyndinni Sabrina goes to Rome (Zim)
Rikki Simon sem litaði I Feel Sick (GIR)
Lucille Bliss sem talsetti meðal annars Crusader Rabbit árið 1949, Bam Bam Rubble í Flintstone's Christmas árið 1977, Strympu úr Strumpunum og síðan lék hún “The Checkout Lady” í Scream 1, en atriði hennar var klippt út. Lucille talsetur kennara Zim.
Ted Raimi, bróðir Sam Raimi leikstjóra Evil Dead 1,2,3 og Spiderman talsetur síðan Invader Skoodge. Sá karakter sést samt ekki nema örfá skipti gegnum seríuna.
Sýndar verða tvær fullar klukkustundir af Zim.
Sýningin er á fimmtudaginn 13. mars, hús opnast 20:00, sýning hefst 20:15.
Aðgangseyrir er 50 kjell fyrir Neffemmháínga en aðrir skulu greiða 100 krónur til að mega njóta snilldarinnar.
Býfluga þar eða béferningur.
Séu einhverjar fyrirspurnir þá vinsamlegast beinið þeim á rafpóstfangið mjolkum_daudar_beljur@atlividar.com.
Takk yfir og góðar stundir.