Hæ allir!
Það er nú alveg skammarlegt hversu hógvær maður er, ætti fyrir löngu að vera búinn að auglýsa þetta :)

En þannig er mál með vexti að ég hef verið að kenna myndasögugerð hjá Tómstundaskólanum Mími síðustu þrjár annir og nú er nýtt námskeið að hefjast.

Námskeiðið miðast við persónulegt aðhald – Þá á ég við að ég reyni að vinna með hverjum og einum út frá hans/hennar getu.

Það eru nokkrir sem stunda Myndasöguhornið hér á Huga sem hafa sótt námskeiðið t.d MC3 og Wolvie – ef þið viljið fá “krítík” á námskeiðið sendið þeim þá póst og spyrjið hvernig er að sitja og hlusta á bullið úr mér í tvo tíma, he he!

Það styttist í að námskeiðið hefjist svo ef þið hafið áhuga á að koma þá endilega hafið samband við Tómstundaskólann Mími 588-7222 eða skoðið betur á www.mimir.is undir Barna og unglinganámskeið / Gerð teiknimyndasagna.

Og hver er ég?
Ég er hann Ingi www.ingi.net (gamalt efni) …og hef starfað við myndskreytingar og myndasögugerð í ein 5 ár.
- hef teiknað fyrir Morgunblaðið, Nýtt Líf, Mannlíf, Bleikt&Blátt, Ökuþór og nokkur önnur blöð.
- geri myndasögurnar um Heim Sjonna í Bleikt&Blátt, Mikka&Manga í Ökuþór og Skóladaga í tímarit Kennarasambands Íslands.

Ég hef því ágætis reynslu af myndasögugerð og vonast til þess að geta smitað þeirri reynslu yfir á þá sem mæta á námskeiðið :)

Bestu kveðjur,
Ingi myndasögukarl :)
www.facebook.com/teikningi