Jæja var að klára að lesa Sshhh eftir Jason sem er stóekostleg svo ekki sé meira sagt. Jason er norskur höfundur sem byrjaði feril sinn í að gera stuttar underground sögur í galago.Þegar frændi hans nokkur uppgötvaði hæfileika hans setti hann honum það verkefni að gera súrrealíska myndasögu um efni sem ekki væri mikið fjallað um. útkoman var Hey Wait… sem var bráðskemtileg myndasaga sem fjallaði um uppvaxtarár tveggja vina. Hún hlaut hneykslanlega litla athygli í noregi og fleiri löndum(þar á meðal íslandi urrrrr). hún varð samt vinsæl meðal myndasöguáhugamanna og margir vildu að Jason myndi gera aðra myndasögu í svipuðum stíl í þetta skiptið varð útkoman sshhh og hét þessu nafni vegna þess að íhenni var ekkert sagt. sshhh er að mínu mati ein fallegasta myndasaga síðari ára og er betri en Hey Wait…. Sshh er átakanlegri og særtari en hin og í henni er hvergi einn einasti dauði punktur. Sagan er sorgleg saga um líf lítilar andar sem veit vart hvað hún ætlar sér að gera í lífinu, heldur spilar hún á flautu ílitla hreiðrinu sínu við litlar undirtektir. boðskapurinn í sögunni er mjög skemmtilegur en ég ætla ekki að gefa hann upp hér þvímaður verður helast að hafa lesið bókina til að geta skilið hann. Það sem heillaði mig mest í sshhh voru teikningarnar sem eru stórkostlegar og bráðsmellnar. Þær eru viljandi gerðar einfaldar og skakkar en það hæfir sögunni vel og fær man oft til ða hlæja.
sumsé stórkostleg myndasaga fyrir alla eldri en 12 ára (ninir vilja kannski aðeins meiri spennu.

Mc3