2001 Nights 2001 Nights
Gefið út af Viz Comics
Höfundur: Yukinobu Hoshino
3 volumes:
1: 2001 Nights
2: Journey Beyond Tomorrow
3: Children of Earth

Hvað liggur handan mannlegrar visku? Hvað erum við og afhverju?
Sagan sem Hoshino skrifar í Manga bókunum sínum er án efa mikil sálarferð fyrir bæði hann og lesendur bókanna. Sagan fjallar í stuttu máli um ferðir mannkyns í hinum myrkra himingeimi og spurningarnar sem vakna við þær.

Það er ekki hægt að segja frá söguþráðinum í stuttu máli. 2001 Nights er í raun samansafn af 15 litlum sögum sem mynda eina heild. Þessar sögur eiga stað á margra ára tímabili og engin saga inniheldur sömu persónurnar. Allar sögurnar eru meira eða minna heimspekilegar spurningar sem margir hafa en óttast svörin. Í raun er ekki mikið um plot í þessum bókum þar sem illmögulegt er að búa til svoleiðis þegar hver persóna kemur einungis fram í hverri sögu. En þrátt fyrir að eitthvað “End of the universe ” plot vantar þá þýðir það ekkert endilega að sögurnar séu eitthvað verri, einungis öðruvísi.

Teikningarnar eiga margt skylt við Manga teiknara nútímans en Hoshino leggur samt áherslu á að hafa allt hálf photo-realístíkt og teikningar hans af hinum og þessum geimskipum er vægast sagt tilkomumiklar. Í staðinn fyrir að teikna geimskip sem virðast eiga meira heima í Star Wars þá skapar hann flaugar sem gætu allt eins verið byggðar af NASA nútímans. Hann er ekki að skreyta flaugarnar með einhverjum vængjum nema að þær þjóni einhverjum tilgangi. Karakternarnir sjálfir eru heldur ekki með einhver augu sem taka helmingin af andlitinu heldur eru þau í hæfilegri stærð miðað við mikið af nútímalegri Manga teiknurum. Einnig má sjá mjög sterk áhrif myndarinnar 2001 í teikningunum sem söguþræði.

Ekki bjóst ég við þessu ferðalagi sem þessar bækur myndu koma mér í. Pétur í Nexus hafði lengi mælt með þessum bókum en hann náði aldrei að redda þeim á sínum tíma, mér til mikilla mæðu. Einn dag gerðist það að hann sá þær í Mál og Menningu á Laugarveginum og lét mig vita af því. Sama dag keypti ég allar þrjár bækurnar og las. Eftir að ég kláraði bækurnar leið mér eins og að mikilvægri för væri á enda, alls ekki ósvipað þeirri tilfinningu sem ég fann er ég las Nausicaa of the Valley of the Wind. Sögurnar eru margar mjög áhrifaríkar og erfitt var að tárast ekki þegar maður les sögur um menn sem vildu einungis ganga næsta skrefið aðeins til þess að láta lífið eða verr. Þessar sögur eru einstakar varðandi afrek mannlegs anda. Ég mæli eindregið með að allir vísindaskáldsögu nöttar og þeir sem hafa áhuga á heimspeki, versli sér þessa bók og lesi. Efast um að þeir verði fyrir vonbrigðum.

“They hand in hand, with wand'ring steps and slow, through Eden took their Solitary way.”
Paradise Lost, Book XII
[------------------------------------]