Ég hef verið það lánsamur að komast í kynni við myndasögurnar Preacher.
Þessar sögur fjalla um Prest sem verður fyrir því að bastarðs sonur djöfuls og engils, sem er jafnöflugur og GUÐ, fer inn í líkama hans og tekur sér þar bólfestu. Hann fer að leita skýringar og kemst að því að GUÐ er hættur, farin út úr himnaríki, búin að segja stöðu sína upp! Presturinn er ekkert svo ánægður með það svo hann fer að leita GUÐ uppi til að láta hann svara saka.
Aðalpersónurnar eru
Jesse: Presur, aldist upp hjá ofstækifullri ömmu sem trúði á GUÐ (drap líka pabba hans og mömmu). Hann hefur kraft þessa bastarðs sem gefur honum kleyft að skipa hverjum sem er að gera hvað sem er og hann hlíðir! Jesse talar við John Wayne stundum (from time to time)
Kærastann hans Jesse:(ég er ekki með bækurnar, þær eru hjá vini mínum) Byssuglöð með meiru. Hef lent í alls konar rugli, dópi, reynt fyrir sér með leigumorð en það gekk ekki. Elskar Jesse út af lífinu og fylgir honum hvert sem er.
Besti vinur hans Jesse:írsk vampýra, sem er partýglöð!
Já þetta gengi fer saman til að skora GUÐ á hólminn.
Vitiði hvað er best við þessa sögu? Hún hefur byrjun miðju og endir. Það eru bara viss mörg blöð og sagan hefur endir. Hún er búin að enda, nema ég les bara Collected series þannig að ég er ekki búin að lesa endinn en hlakka rosalega til.