MyndasöguHUGI
Velkomin(n) á áhugamál tileinkað myndasögum og tengdu efni. "Hvað er myndasaga?"- spyr eflaust einhver. Myndasaga er saga sögð með myndum. Myndasögur hafa verið með okkur allt frá fornri tíð er menn í lendarskýlum(ekki He-Man) máluðu dýr á veggi. Egyptar gerðu þetta, grikkir og margir fleiri. Þetta er samt ekki fornleifaráhugamál. Við erum í myndasögum sem byrjuðu á tuttugustu öldinni. Okkar menn(og konur þó ég veit um engar) eru Jack Kirby, Stan Lee, Neil Gaiman(með i ekk y), Alan Moore, Frank Miller, Warren Ellis og margir fleiri sem ég ætti að nefna en nenni því einfaldlega ekki.
"Er þetta ekki bara fyrir einhverja smápatta? Andrés Önd og svona?"
Ekki alveg. Myndasögur geta tekið á sig heil mörg form og eru engu /síðri en hið skrifaða orð. Hvað eru stafir nema teikningar sem eru raðaðir svo að við skiljum? Myndasögur eru bókmenntir en hafa þann fítonskraft að spanna bæði lágmenningu og upp úr. Myndasögur hafa glætt ímyndunarafl fjölmargra og gefið af sér margt. Til gamans má geta að "Road to Perdition" er byggð á myndasögu, þannig að þetta eru ekki einungis spandex hetjur í nærbuxum.
Ef þig langar þá er þér velkomið að hanga hér með okkur áhugafólkinu. Ef þig langar þá geturðu sýnt þínar eigin teikningar og fengið álit annarra í korkunum. Einnig geturðu sent inn greinar um myndasögur sem og að vekja upp spurningar um kynferðislegt samband Batmans við Robin eða hvort að Superman sé getulaus eða ekki.
Þetta er alla vega nóg í bili, ég vona að þú skemmtir þér og að ég fái sem minnst af kvörtunum í skilaboðaskjóðuna mína :)
---------------------------------
Fyrir góðan FAQ lista þá kíktu í "Sjá meira". Hann gefur fram "Dos and Don'ts".
Eftirfarandi orð voru rituð af gourry
Tilgangur áhugamál
Þátttaka undir skjánafni á huga.is er til þess að þátttakendur geti tekið þátt, sent inn fyrirspurnir eða svarað, með opnari huga en mögulegt væri undir nafni.
Skjánöfnin veita ekki leyfi til hegðunar sem er særandi eða á einhvern hátt neikvæð fyrir framgang umræðunnar.
Stjórnendur áhugamálsins hafa rétt til að eyða út hverju því efni sem ekki er metið falla að tilgangi áhugamálsins.
Einnig vil ég benda á að notendum er fullkomlega frjáls að hafa samband við mig hvenær sem er
kv. Necc