Sem viðbót við TOOL greinina mína þá ætla ég að skrifa um geisladiskinn Lateralus. Orðið sem líkast er Lateralus í orðabók Princeton University er lateral rectus en það er líklega latneskt heiti yfir vöðvann sem þrýstir augunum út. Furðuleg stytting?
1. The Grudge
2. Eon Blue Apocalypse
3. The Patient
4. Mantra
5. Schism
6. Parabol
7. Parabola
8. Ticks & Leeches
9. Lateralus
10. Disposition
11. Reflection
12. Triad
13. Faaip de Oiad
Uppbygging disksins er heldur áhugaverð. Kýs ég þá að skipta honum upp í tvo hluta. Sá fyrri er þá frá lagi eitt (The Grudge) til lags níu (Lateralus). Eftir það kemur svo smá svona rólegri setmning en samt allt löðrandi í krafti og bangi. Í fyrsta kaflanum lag, chill, lag, chill, lag, chill, lag, lag, og lag. Chill er þá svona interlude eða öndunarpása.
Fyrsta lagið er eins og glöggir tóku eftir The Grudge (óvinskapur*). Lagið byrjar eins og verið sé að láta spólu í gang mjög töff semsagt. Danny Carey slær svo trommurnar á hátt sem einkennir túl (TOOL) og stillir mann inn í viðeigandi fíling. Textinn fjallar um samskipti og sambönd eins og svo margir aðrið textar á þessari plötu. Lagið er helvíti langt eða yfir 8 mínútur en þeir passa sig fáránlega vel að vera ekki einhæfir og lagið er síbreytilegt á margann hátt. Enginn tilgangur í að lýsa þessu lagi meira því allir með viti munu vilja hlusta á það hvort eð er.
Á eftir the Grudge kemur Eon Blue Apocolypse sem er ein af þessum öndunarpásum: um ein mínúta eða svo.
Patient heldur sama fíling en lagið er allt öðruvísi. Byrjar frekar rólega með bældum gítartónum og trommum í rólegri kantinum. Eftir rúmlega tvær mínútur kemur svo þessi magnaði TOOL kraftur með ennþá flottari söng og krafti. Ef það er eitthvað lag sem ég var lengi að uppgötva almennilega þá var það þetta lag The Patient. Ekki gefast upp á þessum súkkulaðimola…frábært lag.
Jæja tími fyrir aðra öndunarpásu! Í þetta skiptið heitir hún Mantra (lag númer 4) og er einfaldlega Maynard að kreista síamsköttinn sinn og spila það hægt.
Eftir þessa steiktu siglingu í gegnum símskattarkreistingar þá komum við að útvarpsvænasta laginu þeirra eins og það er stundum kallað. Schism er svona týpískt útvarpslag því þetta er alls ekki besta lagið á disknum. Kannski ágætis leið til þess að komast inn í diskinn, ég veit það ekki. Frábær texti um sambönd manna með vangefið fönkí gítar-riffi. Textinn er það sem mér þykir standa upp úr hér með þessum frábærlega grípandi línum eins og “bring the pieces back together and rediscover communication” og “mildewed and smoldering”. Línurnar eru fleiri og riffin verða betri en færum okkur úr Schism yfir í eitt af stórkóstlegri listaverkum TOOL fyrr og síðar.
TOOL unnendur giskuðu rétt…ég er að tala um Parabol/Parabola. Þetta er eitt stórt listaverk sem skipt er í tvo hluta. Fyrri hlutinn er, eins og einhver gagnrýnandi orðaði það, skugginn af hinu. Mjög góð lýsing að mínu mati. Það fyrra er mjög hægt og rólegt með löngu bili á milli slaga. Þegar lagið er að klárast hlakkar alltaf svo ógurlega í mér og ég veit hvað nálgast. Það er algjört must að hafa ekkert bil á milli laganna og spila þetta í geislaspilara en ekki winamp því lykillinn að vellíðaninni er skiptingin úr Parabol í Parabola. Parabola er ótrúlega kraftmikið og tilfinningarþrungið tripp eins og TOOL einum er lagið. Hér er ég ekki alveg viss um hvað Maynard er að tala en mér hefur oftast dottið í hug kynlíf. Vinsamlegast ef einhver er með túlkun á textanum að skella því hingað í spjallið að neðan.
Næsta lag er Ticks & Leeches. Tvö ljót dýr sem sjúga blóð úr ýmsum safaríkum spendýrum. Ef til vill sísta lagið í fyrri hlutanum sem segir reyndar ekki neitt um gæðin. Frábært lag með miklu öskri og krafti. Maynard tók það bara einu sinni á tónleikum og svo ekki aftur því hann missti röddina í nokkra daga og söng ekki eðlilega í þrjár vikur eftir á.
Þá er komið að nafla plötunnar og síðasta lag síðarri helmingsins. Lagið heitir það sama og platan eða Lateralus. Undurfagurt riff opnar lagið rólega en jafnframt ákveðið. Breytilegasta trippið á plötunni er þetta lag en það endist í einar níu mínútur a la Sigur Rós. Svo kemur krafturinn inn með flottasta samspili hljóðfæra sem ég hef heyrt lengi. Allt við þetta lag er bara ótrúlegt í einu orði sagt. Svo vel sungið, svo flottir textar, og trommurnar eru einfaldlega magnaðar. Takturinn er síbreytilegur (fyrst 9 svo 8 og svo 7 slög) þannig að það er heldur erfitt að slamma við lagið.
Síðari hluti plötunnar er merktur sem eitt lag aftan á og á það mjög vel við því þau renna mjög vel saman í einn góðan graut. Þessi kafli er frábær viðbót við plötuna en alls ekki eins góður og fyrsti hlutinn. Hann greip mig einfaldlega ekki eins mikið. Það er þó ógerlegt að flokka þetta sem veikleika því þetta er allt saman frábært í seinni hlutanum.
Í samanburði við aðrar plötur TOOL þá sé ég augljósa þróun í gangi. Textarnir verða betri og betri og viðfangsefnin flóknari. Ég er ekki rétti maðurinn til að dæma um hljóðfæraleik en eflaust verður hann betri og betri. Margir vilja halda því fram að Ænima sé betri diskur en ég er ekki sammála. Mikilvægur munur að mínu mati er sá að Lateralus spilast mörgum sinnum betri ef spól/skip takinn er ekki snertur. Á Ænima er auðveldara að sleppa lögum og hlusta á eitt í einu. Þetta á ekki við Lateralus og myndar því betri heild og betri disk. Að lokum vil ég benda á myndböndin fyrir þessa plötu Schism og Parabol/a sem eru pottþétt þau bestu sem Adam Jones og TOOL menn hafa gert hingað til. (Plötuumslagið er líka fáránlega töff).
*****/***** (5/5)