Hljómsveitin System of a Down (hér eftir SoaD) var stofnuð árið 1996 í Los Angeles. Hljómsveitin er skipuð þeim Serj Tankian (söngur), Daron Malakian (gítar), Shavo Odadjian (bassi) og John Dolmayan (trommur). Í lok 1997 skrifaði bandið svo undir plötusamning við American (nú í eigu Columbia Records). Sumarið 1998 kom svo út frumburður sveitarinnar, System of a down samnefndur hljómsveitinni. Hljómsveitin flokkast undir nýaldar-metal og skipar sér þannnig í flokk með sveitum á borð við Deftones og Korn.
Textar laganna eru mjög skemmtilegir. Mörg laganna innihalda fleiri samsæriskenningar en heill þáttur af X-Files. Diskurinn er mjög ferskur en hrár um leið. Gítarriff einkenna hann mjög mikið og rödd Tankians virðist ekki hafa nein takmörk.
1 Suite-Pee
2 Know
3 Sugar
4 Suggestions
5 Spiders
6 Ddevil
7 Soil
8 War?
9 Mind
10 Peephole
11 Cubert
12 Darts
13 P.L.U.C.K. (Politically Lying, Unholy, Cowardly Killers)
Svo ætla ég að enda þetta með tilvitnun frá hljómsveitinni.
“Our heritage, our politics are really important, but our musical vibe together is the thing. Our live performances speak for themselves.”
System Of A Down