Þegar ‘Parachutes’ kom út þá fannst mér Coldplay ekki nein sérstök hljómsveit. En þá var ég nú nýliði í Rokk menninguni. Núna þegar nýji Coldplay diskurinn kom út þá varð ég ástfanginn. Ég keypti mér diskinn og er eiginlega búinn að hlusta á diskinn síðan. Uppáhalds lögin mín eru ‘A Rush Of Blood To The Head’ ,'The Scientist' og ‘In My Place’ en nátturulega er allur diskurinn mjög góður og fær hann góða dóma í virtum tímaritum og frá gagnrýnendum.
11. september skildi eftir spor hjá þeim eins og hjá öðrum hljómsveitum og heyrist það í lögunum. Lögin á disknum eru öll frekar róleg eins og á ‘Parachutes’. En ég mæli með þessum disk. Skildueign fyrir þá sem hlusta á Rólegt-Rokk.
Einkunn: 87%
kv. Sikker