
Lítið gerðist hjá þeim frá árinu 1992 þar til árið 1994 þegar þeir gáfu út plötuna Weezer. Hún náði miklum vinsældum og 3 lög náðu fljótlega á vinsældarlistana, Undone (The Sweater Song) sem náði 6. sæti, Say It Ain't So náði 7. sæti lista og Buddy Holly sem náði upp í annað sætið, öll á Billboard Modern Rock Tracks listanum. Sumarið 1995 hafði platan svo náð tvöfaldri platínu sölu.
Platan öll hljómar mjög vel í alla staði. Öll lögin á disknum á disknum eru mjög góð en þau sem standa helst upp úr eru Buddy Holly, In the Garage og ,að mínu mati, besta lagið á disknum Say It Ain't So.
þessi plata er nördarokk upp á sitt besta, þétt undirspil og sérstæð söngrödd Rivers Coumo gera þessa plötu að ómissandi meistaraverki í rokki tíunda áratugarins.
****/****
Tenglar:
<a href=“www.weezer.com”> Weezer.com </a>
<a href="http://keightee.weezerfans.com/main.html"> Hvaða Weezer lag ertu? </a