Fyrsta plötuumfjöllunin mín fjallar um þá plötu sem er hvað mest í spilun hjá mér þessa daganna. Ég rakst á hljómsveitina í svari við <a href="http://www.hugi.is/tonlist/greinar.php?grein_id=16351977“ target=”_blank“>Tónlistarkönnuninni</a> og ákvað að skoða málið nánar, þannig að ég náði mér í þennan disk. Ég sé ekki eftir því ;)
Nafnið ”Hagnesta Hill“ er fengið úr heimabæ hljómsveitarinnar, Eskilstuna, en Hagnesta Hill heitir staðurinn sem þeir hittust alltaf á til að æfa saman. Þetta er þeirra fjórða plata og þykir hún jafnframt þeirra besta smíð hingað til. Platan kom fyrst út árið 1999, þá á sænsku, en árið 2000 var hún gefin út á ensku. Stíll hljómsveitarinnarer tilfinningaþrungið rokk/popp með djúpstæðum textum, og er platan í stíl við það, þó textarnir hér séu heldur einfaldari en á eldri plötum þerra. Hérna er svo lagalistinn:
1. The King Is Dead
2. Revolt III
3. Music Non Stop
4. Kevlar Soul
5. Stop Me June
6. Heavenly Junkies
7. Stay With Me
8. Quiet Heart
9. Just Like Money
10. Rollercoaster
11. Protection
12. Cowboys
13. Whistle Song
Besta lagið á plötunni er Just Like Money að mínu mati. Einnig finnst mér Heavenly Junkies og Kevlar Soul mjög flott, ásamt flestum lögunum á plötunni raunar. Hljómurinn í lögunum er mjög flottur, hljóðum skemmtilega blandað saman, kemur ferkst út.
Á heildina litið finnst mér þetta frábær plata og gef ég henni fjórar stjörnur af fimm. Endilega kíkið á hana!
<img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/gullstar.gif“></img><img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/gullstar.gif“></img><img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/gullstar.gif“></img><img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/gullstar.gif“></img><img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/tomstar.gif"></img