Sneaker Pimps - Becoming X (1996) Sneaker Pimps eru flokkuð sem Trip-Hop.
Trip-Hop er eitthvað hugtak sem ég
sjálfur uppgötvaði nýlega og ætla að
segja aðeins frá. Það eru alltaf ný og
ný orð sem skilgreina tónlist að
spretta upp. Rokk og Popp eru til að
mynda orðin svo vítæk orð að það getur
nær hvað sem er átt heima undir þeim
og því ekki mjög lýsandi orð. Vegna
þess eru búin til ný orð til að lýsa
stefnum og einkennum í tónlist. Þetta
vita allir.
Trip-Hop lýsir sér ágætlega í orðinu
en tónlistin byggir á tölvuvæddum
hljóðum/takkti/trommum sem er síðan
fylgt eftir með hljóðfærum, söngi,
melódíu og kafla uppbyggðum lögum.
Aðrir Trip-Hop listamenn væru t.d.
Björk okkar kæra, Massive Attack,
Moloko, Portishead, Tricky og Future
Sound of London.
Becoming X er fyrsti diskur Sneaker
Pimps og þeirra besti. Ástæðan fyrir
því að Sneaker Pimps eru ekki þekktari
en raun beri vitni er sökum þess að
söngkonan hætti eftir fyrsta diskinn
og var það hennar rödd sem hnýtti
þetta allt saman. Hana vantar samt
ekki á Becoming X og skipa tríóið þau
Chris Corner, Liam Howe og Kelli Dayton.

01. Low Place Like Home
02. Tesko Suicide
03. 6 Underground
04. Becoming X
05. Spin Spin Sugar
06. Post-Modern Sleaze
07. Waterbaby
08. Roll On
09. Wasted Early Sunday Morning
10. Walking Zero
11. How Do

Sneaker Pimps eru ótrúlega sönn sinni
stefnu enda tónlistarmennirnir búnir að
þróa sig í þó nokkurn tíma áður en
hljómsveitin var stofnuð. Becoming X er
skotheld plata, svo þétt er hún.
Lögin hafa samt sín einkenni öll.
Ekkert þeirra á ekki sinn sérstaka
hljóm. Tesko Suicide hefur rosalegt
groove í bassanum meðan Waterbaby er
aflappað og hljómar eins og sólin eftir
dögginni. 6 Underground er upp fullt af
Hip-Hop einkennum meðan Spin Spin Sugar
einkennist af poppblæ. Þó þessi
einkenni séu öll frekar falin bakvið
hið yfirdrifna Trip-Hop sem einkennir
diskinn þá eru þau til staðar og skilja
þannig lögin í sundur.
Þó allt á disknum sé einstaklega vel
frá gengið og ekkert útá að setja vil
ég beina athyglinni að söngnum því hann
er alveg einstakur. Þó hann virðist
einfaldur, jafnvel litlaus, ber að
skoða hann náið. Hlutir eins og
grátur/hlátur í Spin Spin Sugar, ó-ið í
Waterbaby, allur söngurinn í How Do og
svo má heyra ótrúlega vel heppnað
orðval á disknum, hljómfallið er
magnað.
Það er eiginlega ekki hægt að velja
bestu lög disksins þau haldast í hendur
og ætti ekkert að vera að rjúfa þau
tengsl milli þeirra. Ef ykkur langar að
hlusta samt á einhver lög af þessum
disk þá eru smáskífulögin lituð rauð
hér að ofan.

stjörnur: 5/5