Seinasta laugardag fór ég á tónleika með hljómsveitunum Stereolab og Apparat Organ Quartet og verð ég nú að segja að þessir tónleikar voru þeir allra skemmtilegustu sem ég hef farið á og kenni ég báðum böndum um það að ég þurfti að fara heim eftir tónleikana, búinn á því..

Allavegna nenni ekki að skrifa hvaða lög voru tekin og eitthvað jafn álíka leiðinlegt, en verð þó að koma einu frá mér: Tónleikarnir komu mér á óvart þ.e. Steriolab því að ég var búinn að heyra það frá tveimur vinum mínum sem höfðu séð þá úti að þetta væri B-band á tónleikum þannig að ég fór á tónleikana með smá fyrirvara, þ.e. hafði ekki of miklar væntingar ….. en allt kom fyrir ekki = bara gaman og bara gott band og gaman var að fylgjast með bassaleikaranum sem leit út eins og hann væri annaðhvort með 40.stiga hita eða væri búinn að totta of margar pípur fyrir tónleikana.

Einkunn:
Apparat ****
Steriolab *****