Hljómsveitin The Assassin of a Beautiful Brunette gaf út sitt fyrsta lag í dag og þið getið sótt það hér : http://www.theassassin.net/
The Assassin of a Beautiful Brunette var stofnuð á Selfossi í Janúar 2010 og tók þátt í Músiktilraunum það ár.
Hljómsveitin lenti þar í 3.sæti, var kosin ,, Hljómsveit fólksins '' og Skúli Gíslasson trommari sveitarinnar var valinn besti trommarinn.
Hljómsveitin spilar ,, Melódískt draumkennt rokk með miklu popp ívafi ‚‘‘ og stefnir á að gefa út plötu í nóvember.
Lagið var tekið upp í Selfoss Records og í Stúdíó Tjörninni. Editað, mixað og masterað af Baldvini A Aalen í Stúdó Sýrlandi.
Nánari upplýsingar á : http://www.facebook.com/pages/The-Assassin-of-a-Beautiful-Brunette/105258222837150