Ég er semsagt án efa ein taktlausta manneksja og ég er að verða brjáluð þar sem ég æfi á hljóðfæri og er buin að æfa i eh 6-7 ár og það kannski segir sig sjálft að vera taktlaus og æfa á hljóðfæri passar ekki vel saman .. (æfi sem betur fer ekki á trommur)
en ég er að reyna bæta þetta og er eins og vitleysingur inni hjá mér að slá taktinn með fætinum og reyna að gera annað með höndum en fóturinn fer bara endalaust í vitleysu!
eruði með einhver góð ráð eða einhverjar taktæfingar eða eitthvað til að bæta þetta…eða á ég bara að halda áfram með fótinn þangað til ég næ þessu ?
öll ráð vel þegin