Grunge rokk útdautt?
Grunge rokkið hefur ekki verið mikið í spilum af íslenskum hljómsveitum nýlega en ein og ein stingur upp kollinum annað slagið en af einhverjum ástæðum eru þær rakkaðar niður og sagðar ófrumlegar og fá strax svokallaðn Nirvana-ripoff stimpilinn. T.d. Noise sem byrjuðu reyndar soldið líkir Nirvana en eru búnir að þróast langt frá fyrirmyndum sínum í mikla þyngra rokk og líkjast alls ekki Nirvana lengur. Samt í hvert einasta skipti sem þeir spila opinberlega er sagt að þeir séu nákvæmlega eins og Nirvana og mjög ófrumlegir sem er algjört rugl. Þetta gerist í hvert einasta skipti sem ný grungerokk sveit kemur til sögunnar því er eins og tónlistarheimurinn á Íslandi sé að reyna að eyða öllu grunge rokki. Er þetta nútíminn?