Sælt veri fólkið. Ég var að festa kaup á þessari fínu vél:http://www.apedogproductions.com/pix/canon-xl1s.jpg

Mig langar semsagt að gera eitthvað skemmtilegt með henni. Því auglýsi ég eftir bandi eða tónlistarmanni til þess að gera myndband með.

Ég geri þetta að kostnaðarlausu (tek mér bara þann tíma sem ég þarf í þetta)

Ég er í rauninni bara með tvö skilyrði. Annarsvegar þar ég að fíla tónlistina sem ég er að vinna með (svo þið þurfið að senda mér lagið sem þið hafið í huga) og hitt er áhugi og metnaður frá ykkur. Síðan kæmi bara í ljós hvort að þið séuð með einhverja sniðuga hugmynd eða hvort að við vinnum saman að einhverju sniðugu.

Ég lofa góðri útkomu, ég veit alveg hvað ég er að gera og er góður að klippa þó ég segi sjálfur frá.

Bætt við 19. september 2009 - 00:49
Já, það væri kannski ekkert svo vitlaust að henda inn mailnum hjá mér: olitomas@hive.is