Ég á sem sagt Jay Turser gítar sem fannst í kjallara og endaði hjá mér. Allavega ég fíla þennan gítar í ræmur, hálsinn góður, flottar rokkrispur, léttur og allt virðist vera mjög gott. Ég er búinn að spila gríðarlega mikið á hann og mun aldrei á ævinni selja hann. Ég for að forvitnast um gítarinn og tók pickgaurd-ið af honum og sá að inniflin eru ekkert voðalega vönduð. Berir vírar hér og þar og einangrunarteip til reddingar og svo framv. Þetta þarf að laga og mig langar að skipta um pickup-a í leiðinni.
Mig langar að skella í hann Kinman pickup-um. Ég er ansi laginn við handverk og get gert mest allt sjálfur en ég er ekki alveg viss með að setja pickup-a í sjálfur.
S.s. fyrsta lagi, er hægt að gera þetta sjálfur?
og öðru lagi, er einhver sem er með reynslu og getur skrifað ítarlega grein um hvernig á að fara að þessu?