Þorskastríð Cod Music 2009 hófst föstudaginn 3.apríl og verður opið fyrir innsendingar á efni til 1.maí 2009. Föstudaginn 15.maí verður svo nýr sigurvegari Þorskastríðsins kynntur.

Öllum er velkomið að taka þátt og er ekkert aldurstakmark, ekki skiptir máli hvort viðkomandi hafi gefið út áður eða hvaða tónlistarstefnu um ræðir. Tekið er við ÖLLUM umsóknum. Hver listamaður/hljómsveit skal senda inn minnst tvö lög og mest fjögur lög. Skila þarf inn mynd af listamanni/hljómsveit, upplýsingar um tengilið (nafn, netfang og símanúmer), upplýsingar um lög og nokkur orð um viðkomandi.

Ekkert kostar að taka þátt í Þorskastríðinu.

Senda skal lögin inn með því að smella hér og verða lögin að vera mp3 eða wma.

Sem fyrr getur sigurvegarinn unnið útgáfusamning en telji dómnefnd að hljómsveit sé ekki tilbúinn í plötu þá vinnur viðkomandi stúdíótíma með upptökustjóra til að fullklára eitt lag. Cod Music sér svo um að koma laginu í spilun og markaðssetja hljómsveitina. Gangi lagið mjög vel á öldum ljósvakans þá mun Cod Music gera samning við hljómsveitina. Einnig verður kassi af Þorskalýsi og 10 kíló af þorski í verðlaun.


Þorskastríðið 2008 tókst frábærlega vel upp í alla staði og sendu 102 hljómsveitir inn efni sem var framar björtustu vonum Cod Music. Var það svo tónlistarmaðurinn Steini sem sigraði og vann hann samning við Cod Music. Platan Human Comfort með Steina kom svo út á haustmánuðum 2008 á vegum Cod Music.
Skerðing! —– bíddu ertu að hlæja helvítið þitt?