… Múm, Amiina og Sigur Rósar. Vitið þið um einhverjar fleiri íslenskar psychedelic hljómsveitir? Ég er ekki nógu mikið inn í íslenskri tónlist en er að kynna mér hana og þætti gaman að fá smá hjálp :D
Megið líka endilega nefna einhverjar hljómsveitir úr öðrum stefnum sem eru mjög góðar, sérstaklega ef það er eitthvað folk eins og Hjálmar eða einhver klassi eins og Trúbrot t.d.
Veit ekki hvort það er akkúrat það sem þú ert að leita eftir, en hljómsveitin For a Minor Reflection er svona post-rock band sem svipar til Sigur Rósar. Þeir hituðu m.a. upp fyrir þá í höllinni í nóvember. Getur skoðað þá á myspace.
Sko, ef þú ferð á myspace einnar svona hljómsveitar, er mjög líklegt að þú finnir alveg helling. Ef þú skilur… ferð bara svona myspace surfing, þú finnur pottþétt eitthvað sem þú fíla
Ég hef verið að hlusta mikið á Swive undanfarið, tveir synir Herberts Guðmundssonar og svona. myspace.com/swiive og mæli sérstaklega með laginu Reminder(Demo)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..