Ég er farin að hallast að þeirri skoðun, að þetta sé allt saman svindl varðandi símakosninguna. Kannski að Jóhanna Guðrún hafi alltaf átt að vinna, þar sem hún er jú, Jóhanna Guðrún. …En það að vinningslagið sé í 20. sæti á tónlist.is, lagið sem hafnaði í 2. sæti í 17. sæti, og Elektra í hvað 3 sæti? man ekki alveg. En þetta er nú svolítið gruggugt. Tæknilega séð finnst mér bara rugl að Íslenska þjóðin sé að splæsa í þessa keppni, þar sem ef svo ólíklega vill til að við skyldum sigra, þó höfum við nú bara ekkert efni á að halda þessa blessuðu keppni. En fólk virðist gjarnan gleyma því hversu sár við verðum alltaf þegar okkar framlögum gengur ekki vel, og teljum að við skyldum bara hætta þessu, þar sem við eigum aldrei möguleika gegn þessari “austantjaldsklíkustarfssemi” …en tjahh
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann