Ég skil vel hvað þú átt við. Ég keypti mér ukulele fyrir nokkrum dögum og finnst stundum vanta að eitthver segi mér hvort ég sé að gera rétt eða ekki.
TD fékk ég oft ekki nægilega tært hljóð úr ukuleleinu, hélt kannski að ég hafi ekki keypt nægilega gott hljóðfæri, en spurði bróður minn og hann var fljótur að sjá að ég var ekki að hitta nægilega vel á nótuna.
Svona smáatriði sem maður áttar sig oft ekki sjálfur á.
Svo var ég að lesa að réttara sé að plokka strengina heldur en að slá þá eins og maður gerir með gítar. Mig langar til að gera þetta rétt svo ég þarf kannski að byrja frá byrjun :P