Er einhver hérna sem man eftir því þegar Tvíhöðfi voru að svara einhverjum sem var að stunda Nígeríusvindl og bjuggu til heila sápuóperu í kringum það?
Þeir létu gaurinn sem var að reyna að svindla á þeim halda að Jón Gnarr væri ríkur fristihúsareigandi sem var tilbúinn að stunda viðskipti við hann en svo byrjaði Gnarr að tala við hann um alskonar persónuleg vandamál sem var rosalega vandræðanlegt að hlusta á. Seinna meir, þegar Nígeríugaurinn og Gnarr voru búnnir að tala nokkrum sinnum saman í símanum, fóru þeir að ruggla meir og meir í honum til að sjá hversu lengi hann myndi trúa þeim. Þeir kynntu til sögunnar persónur eins og Dr. Frankenstein sem drap Jón Gnarr og Sherlock Holmes kom að ransaka málið (Nöfn sem við þekkjum vel en eru kannski ekki jafn þekkt í Nígeríu.) Ef ég man rétt þá stal Frankenstein líkinnu af Gnarr.
Allavega. Ég fór að ráma í þetta núna og fór að pæla hvort að þeir gáfu út þetta efni seinna meir eða hvort að það sé hægt að nálgast það einhverstaðar. Það væri snild ef einhver hérna vissi eithvað um þetta.
Those were my two cents.