Einfalt mál, þú þarft MIDI raðtengi fyrir tölvuna þína, það er möguleiki að tölvan hafi slíkt nú þegar ef að hljóðkortið eða móðurborðið hefur 25 pinna stýripinna tengi. Ef að svo er þarftu einungis stýripinna í MIDI millistykki (Joystick analogue input MIDI interface) og í versta falli að virkja MIDI tengið á móðurborðinu í gegnum BIOS uppsetningarforritið sem að er það fyrsta sem birtist þegar þú kveikir á tölvunni.
Ef að þú hefur ekki slíkt tengi þá verðurðu að útvega þér MIDI raðtengi, en þau fást í PCI, PCIx, IEEE1394 (firewire) of USB útfærslum. Þar sem USB og IEEE1394 eru ekki rauntímabrautir þá er eindregið mælt með að þú kaupir PCI eða PCIx tengi, að sjálfsögðu verður tölvan þá að hafa lausa PCI eða PCIx tengibraut, ef að USB eða IEEE1394 MIDI aðlagari er notaður endarðu uppi með biðtíma uppá 8 til 25 millisekúndur sem að er ekki æskilegt.
Á hinn bógin eru USB MIDI tengi hundódýr og alveg nothæf ef að maður venst biðinni, það má fá þau beint frá Hong Kong fyrir nokkra dollara á Ebay
Ég nota PCI kort frá Terratec og USI, hliðtengdan fjölrása MIDI aðlagara frá MOTU (ekki lengur fáanlegir) og MidiSport USB tengi. Allt vitkar fínt og fyrir ferðavélar er Midisport tengið OK ef að maður man bara efir að stilla biðtímann inní Cubase.