Ég er með iTunes og mér finnst það snilldar forrit fyrir utan eitt sem heldur áfram að gerast. Þegar ég byrja að spila lag þá er það ok, en málið er að iTunes skiptir yfir á næsta lag löngu áður en lagið sem ég er að hlusta á klárast.

Til dæmis skiptir iTunes úr Abba - Lay Your Love on Me á 5. sekúndu alltaf, eina leiðin til að koma í veg fyrir það er að pausa lagið og draga tímastikuna á svona 30-40 sek.

Svo skiptir það alltaf á 2. mínútu í laginu AC/DC - Shoot to Thrill og á 1.30 í Kiss - Rock and Roll All Nite.

Bætt við 24. september 2008 - 12:44
Já einmitt, spurningin er; veit einhver lausn á þessu?