Damien Rice á NASA
fimmtudaginn 24. júlí.

MIDI.IS :

Írska söngvaskáldið Damien Rice verður staddur á Íslandi í lok júlí til að taka þátt í tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði Eystri.

Damien Rice er íslendingum að góðu kunnur enda komið hingað þrisvar til að halda tónleika. Fyrst kom Damien í mars 2004 einn síns liðs og lék fyrir troðfullu NASA við gríðarlegar undirtektir. Damien kom svo aftur í september sama ár þá með Lisu Hannigan með sér og aftur lék hann fyrir troðfullu NASA og við enn gríðarlegri undartektir. Á báða þessa tónleika seldist upp á örskotstundu. Damien kom svo í þriðja skiptið til Íslands í janúar 2006 til stuðnings íslenskri náttúru og lék þá með hljómsveit í Laugardalshöll á tónleikum gegn virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda.

Damien ætlar ekki að láta Bræðsluna nægja í ferð sinni hingað í sumar því hann hefur ákveðið að blása til tónleika á NASA við Austurvöll og vonast að sjálfsögðu til að ná fullkominni þrennu í mætingu þar.

Ef einhver á 2 ef ekki fleiri miða á Damien Rice til sölu væri það frábært. Endilega hafa samband.