Öll lögin hans hljóma eins og örlítið breyttar útgáfur af Amazing Race theme-inu. (Nú veit ég ekkert hvort að hann hafi komið eitthvað nálægt því stefi en það er nokkuð augljóst að hver sá sem samdi það var greinilega að reyna að búa til Hans Zimmer stef).
Hér er Amazing race stefið
http://youtube.com/watch?v=ySAgfD2s7HAPirates of the Carrabiean
http://youtube.com/watch?v=5T93VT5TAkEThe rock
http://youtube.com/watch?v=oE6GRsHRL50Gladiator
http://youtube.com/watch?v=836KBQQkhnYNeinei, ég er að sjálfsögðu að ýkja þegar ég segji að stefin séu öll nákvæmlega eins, en þau eru flest með sömu uppbyggingu,og í aðalatriðum sama þema. Rólegt strengja/vocal intro áður en dramtískar,ýktar trommur og blásturshljóðfæri kikka inn með sama fucking stef og maður hefur heyrt milljón sinnum áður áður. Þú veist hvað stef ég er að tala um (skulum kalla það Amazing race stefið). Ég bara vildi að ég gæti lýst því betur.
Ekki misskilja mig, hann er rosalega góður í vinnunni sinni (sem er frá mínu sjónarhorni ekkert ósvipuð þeirri og mennirnir sem semja tónlist fyrir auglýsingar hafa) sem er að kúka út hinu eða þessu lagi fyrir hina eða þessa bíómynd, sem er oftar en ekki eitthvað brainless fluff sem fær þá væntanlega tónlist við hæfi.
Hans Zimmer er í mínum bókum á sama stað í tónlistargeiranum og gaurinn sem samdi “Flokkum og skilum, túkall!”