Eftir hverju ertu að leita?
Vantar þig forrit til að raða saman tilbúnum loopum, eða viltu semja tónlistina sjálfur?
Ef þú vilt hið fyrra þá myndi ég mæla með Sony Acid, það er reyndar búið að þróast mikið síðan ég notaði það (version 1) og getur maður gert miklu mera en bara að raða loopum.
Ef þú vilt gera tónlistina sjálfur frá grunni myndi ég skoða Propellerhead Reason sem var að koma út í 4. útg sem lofar góðu,
í Reason færðu slatta af sýndar hljóðfærum sem þú getur raðað að vild í rack, t.d. Syntha, samplera auk effecta.
Til eru fleiri forrit svo sem Fruity Loops en ég kann ekki deili á þeim og þar af leiðandi ekki mælt með þeim.
Sjálfur nota ég Ableton Live og Cubase en ef þú ert að stíga þín fyrstu spor í tónsmíði held ég að það sé of nálægt djúpa endanum á sundlauginni.
Bætt við 27. nóvember 2007 - 20:19 Ef þú vilt eitthvað hrátt og basic þá mæli ég eindregið með Propellerhead Rebirth sem er virtual TR-808, TR-909 og 2x TB-303, tilvalið fyrir Acid house/techno.
Og það besta er að það er fritt að DL því
HÉR