Er búinn að spila á trommur í um 10 ár og þar af í 2-3 ár sem “atvinnumaður” altså fengið borgað fyrir spilin.
Ég lærði í noregi sem ungur drengur og get lesið nótur uppað ákveðnu marki, hef svo í gegnum tíðina spilað í ýmsum lúðrasveitum og Big Bandi Akraness fyrir utan nokkrar ómerkilegar rokksveitir.
Hef mikla reynslu af að spila við mismunandi aðstæður, hef spilað bæði inni og úti, fyrir 30 manns og 30þús manns, hef spilað fyrir Noregskonung og Forseta Íslands oftar en einu sinni og svo hef ég spilað í 4 manna, 30 manna, 120 manna og allt að 400manna hljómsveitum og stórsveitum.
Síðustu ár ef ég lítið spilað vegna tímaskorts og hef ég riðgað mikið en það síðasta sem ég gerði af viti var að vera trommari í skólasveit Verzlunarskóla Íslands og spiluðum við þá cover lög á hinum ýmsu böllum.
Ég hef lítið álit á því hvernig tónlist ég vil spila en ég er mest fyrir ProgRokk og Alternative, en líka MathRokkið og ýmislegt sem fellur undir Indie Rokk. Ég hlusta samt á allt milli himins og jarðar og hef jafnvel áhuga á að prufa eitthvað nýtt.
Ég á Gretch Catalina 5 piece trommuset með Zildjian ZXT Titanium Cymbala og HiHat setti og á einn Wuhan China Crash(svona hálf China hálf Crash gæi), svo er ég með Gibraltar hardware með þessu öllu saman og má þar nefna 9000línu hihat stand og Avenger 6611DB double pedala.
Ef einhver hefur áhuga á þessu þá endilega sendið mér skilaboð hér eða bara póst/msn á heidar_e@hotmail.com
Don't forget to bring a towel!