Ég heyrði lag í útvarpinu áðan. Það var mjög gott.

Lagið var grípandi en textasmíðin var algert meistaraverk.
Þvílíkt fyndið og skemmtilegt lag, það snýst eitthvað um gellu sem er að hrauna yfir gæja sem er að reyna við hana.

Smá svona electro fílíngur í þessu, eikker tölvutaktur undir allavega. Stelpa sem syngur þetta.

Ég get ekki með nokkru móti munað meira úr textanum en “ógirti durgurinn þinn” og eikkað eins og “taktu þinn lopa og leirtauið með” eða eitthvað í þá áttina. Og svo var held ég eitthvað eins og “yrtu ekki á mig” líka.

En, eins og sést, gríðar gott lag á ferð, must have name plz.

Ef einhver veit hvað þetta er vinsamlegast commentið.