Getur einhver sagt mér e-ð um ef óþjálfaður einstaklingur vill læra að syngja betur? Finnst gaman að semja lög og svona og væri til í að geta sungið með, jafnvel stofna hljómsveit með kunningjum einhverntíman. Þarf samt virkilega að læra að syngja betur, hef trú á að allir geti það ef þeir trúa á sig og taka gagnrýni. :P
Hef engan áhuga á einhverju heavy-duty klassísku söngnámi eftir inntökupróf og hver veit hvað, vil bara syngja rokk og þesslags; læra nóg og þjálfa mig nóg til að einblína beint að því takmarki. Einhverjar hugmyndir með hvert er best að leita?
Vissi ekki um betri stað á huga til að posta þessu, endilega látið mig vita ef ég er blindur. It has been known to happen!
I.N.
Wrought of Flame,