Fyrst þið spyrjið svona fallega (kaldhæðni)
Lag 1: Pink panther.
Mjög flott, Trommurnar voru helst til háværar á upptökuni. En svona overall mjög vel gert. Finnst endilega að það hefði átt að vera með pínu hraðara tempó.
Lag 2: Kata (frumsamið)
Fílaði ekki introið. Textinn voða kliskukenndur. Virðist vera smá genre confused.. Svona bland af íslenskri sveitatónlist / emo / blues textasmíð… Mun örugglega fíla þetta alveg í botn ef ég heyri þetta fullur á djamminu og söngvarinn fær meira sjálfstraust. Soldið óöruggur einhvernvegin. p.s. Lose the solo, eyðilagði pínu fyrir mér. Eða láta það vera.. ermm… Mýkra. Ekki svona voðalega offbeat. Fannst trommarinn og gítarleikarinn ekki alveg fylgjast að á nokkrum punktum.
Lag 3: Júlía (líka frumsamið)
Byrjar virkilega vel. Aftur, þá eyðilaggði gítarinn soldið fyrir mér.. Finnst hann ekki alveg ráða við að fara yfir 10 frett á gítarnum. Þá byrjar hann að óvart beygja tóninn. Textinn er mjög flottur. Og trommarinn var alveg að meika sig.
Overall : svona 6/10.. Færi upp í 8 ef allir æfa sig betur, og ná hreinni tón. En þar sem þið virðist hafa verið að frumflytja lögin, og spilandi fyrir framan stórann hóp, þá skil ég að það hafi verið smá skjálfti.. Endilega halda áfram. Gaman að sjá þetta.
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)