Í gær, þann 3. september, voru 3 ár síðan Einn merkasti tónlistarmaður landsins lést, Pétur W. Kristjánsson.
Ég var að keyra í gær þegar útvarpsmaðurinn segir að það væri dánarafmælið hans Péturs, ég réð ekkert við mig og fann tárin byrja að streyma. Ég var svo heppin í lífinu að þekkja Pétur, þennan yndislega mann, þennan eilífðar rokkara.
Ég gleymi því aldrei þegar ég fór á White Snake tónleikana með pabba mínum aðeins 9 ára gömul og pabbi sagði mér að söngvarinn fékk hálsbólgu og Pétur ætlaði að syngja í staðinn.
Það var líka í fyrsta sinn sem ég sá hann “in action” og þessa töfrandi sviðsframkomu sem virtist ætla sprengja þakið af húsinu…
Ég geri mér vel grein fyrir því að fyrir mér er þetta afskaplega persónulegt en það breytir því ekki að minning þessa manns á skilið að lifa með lögum hans.
Hann gerði fjöldann allan af góðum lögum sem enn þann dag í dag eru stök snilld.
Hver man ekki eftir Rabbits, Superman eða Jenny Darling. Eða snilldar spooky röddinni sem Pétur sá um í laginu Garún, Garún. Eða Krókurinn sem hann gerði með Stebba Hilmars.
Eða þá hina ótakmarkaða vinnu sem hann lagði í hinn íslenska tónlistamarkað.
Elsku Pétur, þú varst rokkari af líf og sál, þú varst rokkari til dauðadags. Og konan þín sýndi það og sannaði þegar hún sá til þess að þín hinsta ósk yrði að veruleika, þegar kistan þín var borin út úr kirkjunni við “Wild Thing” í þínum eigin flutningi.
Þó að komandi kynslóðir munu kannski ekki kynnast þér þá mun þín minning alltaf lifa hjá þeim sem þú snertir í lifandi lífi.