Ég ranka við mér í bíl
Ég hef ekki hugmynd um hvar ég er
Horfi í baksýnisspegilinn, og hvað sé ég?
Sé lítinn blóðugan dreng, er þetta ég?
Man ekki shit, og veit ekki neitt hvað ég er að gera hér
Get ekki sagt neitt, þegar ég reyni að tala
Það eina sem mér tekst að kreista út úr mér er “mamma”
Þegar ég lýt út um gluggann sé ég móður mína í fatla
Sé ættingja mína á sjúkrabörum, er ekkert að fatta.
Sé mömmu labba til mín, get ekki spurt hana hvað er í gangi
Eða hvað gerðist, hef ég misst málið?
Sit bara í óvissu, veruleikinn er brenglaður
Finn fyrir blóðinu sem lekur út úr eyranu
Bílhurðin opnast og mamma dregur mig út,
Er nærri dauða en lífi, hvað gerum við nú?
Reyni að rifja upp það sem gerðist, en ég á engar minningar
Svo er farið með mig strax í sjúkraþyrluna
Allt upp á nýtt kemst ekki til baka
Reyni að harka af mér, en ég bara væli
Ég hef engum minningum að tapa
Vona að enginn feti í mín spor og upplifi mína ævi
Kominn á spítalan, finnst eins og ég muni ekki lifa af
Risastórar nálar stingast inn í þennan litla mann
Heyri læknana segja að það dó fimm ára stelpa
Ég geri mér strax grein fyrir því að það er hún Elsa
Stend alveg á gati, er eins og spurningamerki
Það eina sem mér dettur í hug er hvað ég á mikið eftir
Get varla hreyft mig, né andað
Hvað skeði? er það seinasta sem ég hugsa áður en ég fell í svefninn
Á ganginum á spítalanum sitja ættingjar mínir
Fella tár, allir fullir af áhyggjum um líf mitt
Læknarnir koma sveittir fram og þurfa að tala við mömmu
Þeir segja henni að hún ætti ekki að búast við öðru
En að ég muni aldrei vakna upp en ef það myndi gerast
Væri ég heyrnalaus, mállaus og af öllum líkum lamaður
Mömmu minni bregður þegar hún fær þetta að vita
En lætur það ekki skipta og segir:
sonur minn mun lifa!
Allt upp á nýtt kemst ekki til baka
Reyni að harka af mér, en ég bara væli
Ég hef engum minningum að tapa
Vona að enginn feti í mín spor og upplifi mína ævi
Vakna upp, get talað, get tjáð mig
Sé alla koma inn brosandi í gegn um tárin
Finn til svengdar eftir næringuna í æð
Finnst eins og ég hafi byrjað ævina i gær
En núna búinn að kynnast því að lífið er drusla
Sex ára gamall að byrja nýtt upphaf
Bara ef ég hefði verið jafn heppinn og Ylfa
Samt er ég bara feginn að hafa lifað
Allt upp á nýtt kemst ekki til baka
Reyni að harka af mér, en ég bara væli
Ég hef engum minningum að tapa
Vona að enginn feti í mín spor og upplifi mína ævi