Jæja.. Ég þurfti varla að fara inní próflílinn þinn til að sjá það að þú ert aðeins 17 ára og það gefur þér smá séns á þessu bulli sem þú lést útúr þér…
Þetta sem ég skrifa er ekki áróður á að fólk sé að gefa upp email addressur sínar og eiga það á hættu að “Steingrímur Njáls og félagar” sem þú óttast greinilega. (að tala um einhverja félaga hans verður þú að gera sjálf því ég skil ekki hvað þú ert að fara með því).
Aftur á móti sýnir það ómældann kjánaskap að gefa í skyn að eitthvað sé í lagi vegna þess að “allir” gera það. Ég man þegar ég var fúll útí mömmu og pabba afþví að ég mátti ekki eitthvað sem “allir” máttu. kanski voru það bara 2 -3 sem máttu það svo í raun.. Ólöglegt niðurhal er jafn ólöglegt fyrir því og ég reiðist mjög þegar fólk hleður og hleður niður án þess að keupa nokkurntímann tónlist. Kanski þú fattir þetta þegar þú eldist. Enn allavega þá þarftu ekkert að svara þessu því við vitum bæði hvað er rétt og rangt og þú velur bara að gera það ranga.. Ég verð bara að sætta mig við það.
upprunalega var ég bara að furða mig á því hve fólk er rólegt yfir að lýsa því svona ljóst upp á netinu að það sé að stela tónlist og það frá íslenskum tónlistarmanni. Hvað heldur þú að það myndi taka Pál Óskar og lögregluna langan tíma að komast að því hverjir eru búin að senda lagið sýn á milli og þar á meðal dreifa laginu óllöglega?
Það væri gaman að sjá upplitið á þér ef svoleiðis leið yrði nú alltíeinu farin…
Kær Kveðja
Stefán