Jæja, nú ætla ég að breyta norminu aðeins og byrja á umræðu tengdri söngkonu sem er hvorki “píkupoppari” né “hip-hoppari” eða neitt svoleiðis.
Ég vil tala um Söruh Brightman, söngleikjaspíruna og óperugyðjuna - söng m.a. Time to Say Goodbye með Andrea Boccelli. Þessi söngkona er ýmist hötuð eða elskuð af tónlistarunnendum og þess vegna yrði gaman að fá að vita hvað ykkur finnst um hana.
Sjálfur er ég orðinn forfallinn aðdáandi (eftir að sjá yndislegan flutning hennar á Nessun Dorma úr Turandot eftir Puccini… alveg dásamlegt!).
Hvað finnst ykkur?