Getur þú hjálpað mér?

Það var brotist inn í geymsluna mína í vikunni og miklu stolið frá okkur.

Í gærkvöldi var maðurinn minn að fara með eldri strákinn í útilegu. Hann ætlaði að taka gítarinn með og fer því niður í geymslu til að ná í gítartösku. Kemur upp og segir mér fréttirnar að geymslan hafi verið tæmd :'(
Ég fer niður og sé að öll hljóðfærin okkar eru horfin og miklu fleira.

Það vildi svo til að áður en við fluttum síðast tók ég góðar myndir af megninu af hljóðfærunum okkar til að eiga ef eitthvað þessu líkt kæmi upp á. Ég er ekki lítið fegin núna að hafa gert þetta.

Flest þessarra hljóðfæra eru safngripir, einir af fáum sinnar tegundar og margir hverjir hættir í framleiðslu fyrir mörgum árum.
Ef einhver verður var við þessi hljóðfæri vil ég biðja viðkomandi að hafa samband við mig í síma 690-0661 eða við lögregluna í Hafnarfirði.

Með von um hjálp,
Jóhanna.

Hér koma myndirnar:
http://picasaweb.google.com/jofobabe/HljFRiOgGrJu