Ég ætla ekki að alhæfa neitt en svona sé ég málið frá mínu sjónarhorni, þekki mikið af þessu liði.
Samasemmerkið á goth og emo er að það er basicly sama fólkið sem var goth er orðið emo núna og tískan er svona “svipuð” goth varð trend rétt eins og emo er núna. Fyrst var þetta hópur af krökkum sem áttu það erfitt eða voru óvinsæl en svo breittist það í tísku og fólk sem sá eitthvað cool við þetta fór að hlusta á marlin manson,korn o.fl viðbjóð í þeim stíl og kallaði sig einnig goth. Ég held að það séu voða fáir af þessum emo trent krökkum sem eru actually emotional á hærra stigi en almenningur, oftast er þetta venjulegt fólk sem fylgir tíkutrendi.
Það eru allir með emo topp nú til dags, ekki allir af þeim eru emo. Emo lookið eða toppurinn er komið inn í rokk, Indie, Metal…því þetta er bara tískulúkkið þessa stundina. þ.a ég tel að þetta tengist tónlist ekki eins mikið og það gerði.
En þetta með My chemical romance draslið þarna. Það er emo sama hvað einhverjar stelpur segja, textarnir benda til þess og all flestir sem eru “emo” hlusta á þá og meðlimir bandsinns looka þannig…..hvað eru þeir þá annað en emo?
fyrir mér er emo og emotional ekki það sama.
Dæmi um emotional bönd….Cure og Type O Negative(einnig goth)
Dæmi um emo bönd….HIM og My Chemical Romance
Tískumunurinn er talsverður.
Kannski er þetta bara hate í mér en ég þoli ekki emo og bara þoli ekki svona tískubylgjur.
Omar: We are just going to do one deal and that's it!