Á svokölluð “emo” tónlist að fá sér áhugamál á Tónlist?
Já kaus ég, þar sem ég hlusta á tónlist sem sumir vilja flokka undir emo og ég er bara orðin þreytt á því að fá skítköst allstaðar útaf því.
Þannig, hvers vegna eru allir að segja nei? Ég myndi halda að fólk sem er á móti þessari tónlist myndi vilja frekar losna við umræðu um þessar hljómsveitir á öðrum áhugamálum og gefa okkur bara stað til að tala um þær í friði. Þá losnið þið við það algjörlega.
Ég væri samt ekki sátt við að gera áhugamál sem kallað væri “Emo” því mér finnst Emo bara bull, og að það sé verið að flokka tónlist eins og Panic! At The Disco, Fall Out Boy og My Chemical Romance undir Emo er fáránlegt. Því þessar hljómsveitir eru ekki emo. Þessar hljómsveitir eru tegundir af Rokki, en flestir sem stunda Rokk áhugamálið vilja flokka þær undir Emo og eru á móti allri umræðu um þessar hljómsveitir.
Þannig, mér sýnist það bara vera best fyrir flesta að fá áhugamál fyrir þessa tónlist. Með eða á móti?
P.s. Einhver með góð nöfn á þetta áhugamál ef það verður einhvern tímann að raunveruleika?
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."